website

hi
@
eythormani
.com

Hver er Eyþór Máni?

Ég eyddi fyrstu sextán árum árum ævi minnar eins og blóm í eggi á litlum bæ á suðurströnd þessa lands, kölluðum Hellu. Að grunnnámi mínu loknu hélt þessi ungi snáði til borgar óttans á eigin spýtur og hefur ekki litið til baka síðan. Ég hef nú lokið við stúdentsprófið og stunda nám í Tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík. Mér finnst mjög gaman að bardúsa í hinum og þessum verkefnum og vona einn daginn að búa til eitthvað sem mömmu minni finnst kúl.

Verkefnin sem ég tek að mér reyni ég að hafa fjölbreytileg en bestu verkefnin eiga það öll sameiginlegt að tengjast á einn eða annan hátt upplýsingatækni. Ef þú heldur áfram að vinna þig niður þessa síðu muntu rekast á sundurliðun á verkefnunum sem ég hef unnið og stutta greinagerð um hvert þeirra. Ef þú hefur síðan áhuga á að hafa samband við mig af hvaða ástæðu sem geturu fundið þær upplýsingar neðst og efst á síðunni.

Curriculum Vitae

Sjálfboðavinna

Junior Branch CISV á Íslandi
Stjórnarmeðlimur
Ég slóst í hóp stjórnar ungliðadeildar CISV skömmu eftir að ég flutti til Reykjavíkur og hef síðan þá aðstoðað við uppsetningu leikjanámskeiða yfir helgar fyrir börn á milli níu og tólf ára ásamt því að sjá um viðburði fyrir meðlimi eldri hluta deildarinnar, fjórtán ára og eldri. Vera mín í stjórn ungliðadeildarinnar hefur veitt mér óneytanlega reynslu í samvinnu, skipulagningu og viðburðastjórnun.
2014/09/01 - 2017/09/01
Forritunarklúbbur Tækniskólans
Formaður
Áður en nemendafélagið ENIAC leit dagsins ljós var Forritunarklúbburinn það næsta sem Upplýsingatækniskólinn átti að félagslífi. Það gerðist nánast því óvart að ég varð formaður Forritunarklúbbsins, en eftir ósætti meðal stjórnarmeðlima varðandi ákvarðanir seinustu stjórnar sögðu nokkrir meðlimir sig úr stjórninni. Þá var leitað að nýjum stjórnarmeðlimum og ég ákvað að bjóða mig fram til þess að reyna að búa til einhverskonar stöðugleika innan klúbbsins í von um að geta hafið eðlileg störf sem fyrst. Þegar það voru komnir nýir stjórnarmeðlimir var kosið í stöður innan stjórnarinnar og þar endaði ég einhvernvegin í formannsstöðu. Í þetta ár sem ég var formaður Forritunarklúbbsins einbeitti ég mér að því að berjast fyrir meira fjármagni frá getulausu nemendafélagi Upplýsingatækniskólans og að bæta gæði og tíðni viðburða á vegum Forritunarklúbbsins.
2015/05/01 - 2016/05/01
Nemendafélagið ENIAC
Guðlegur einræðisherra
Mín fyrsta ákvörðun sem formaður nemendafélags Upplýsingatækniskólans var að reka alla stjórnarmeðlimi þess og leggja félagið niður. Þetta gerði ég vegna þess að í fleiri ár hafði félagið verið algerlega getulaust vegna djúpra viðhorfs og uppsetningavandamála innan þess. Ég stofnaði þess vegna nýtt nemendafélag með nýjum andlitum, nýju viðhorfi og nýju nafni til þess að reyna að blása lífi í þá dautt félagslíf upplýsingatækniskólans. Vegna þess að ég byrjaði á þessu á seinustu önn minni í framhaldsskóla náði ég ekki að leggja nema grunnstoðir að öflugu félagslífi en uppbygginin heldur áfram enn í dag með nýrri stjórn nemendafélagsins ENIAC.
2016/08/14 - 2016/12/21
Forritunarkeppni Grunnskólanna
Vefstjóri og skipuleggjandi
Þegar Tækniskólinn hafði ákveðið að halda Forritunarkeppni fyrir grunnskólanemendur í líkingu við Forritunarkeppni HR fyrir framhaldsskólanemendur hafði markaðsstjóri Tækniskólans samband við mig vegna stöðu minnar í Forritunarklúbbnum og bað mig um að sjá um uppihald á vefsíðu fyrir forritunarkeppnina (www.kóðun.is) og sömuleiðis að halda utan um skráningu fyrir keppnina og umsjón yfir aðstoðarmönnum sem sæju um að svara spurningum keppenda á meðan á keppnini stóð.
2015/08/17 - 2016/04/03
Forritunarbúðir Tækniskólans
Skipuleggjandi
Í aðdraganda fyrir Forritunarkeppni Grunnskólanna var ákveðið að halda námsbúðir í forritun miðaðar að grunnskólanemum sem undirbúningslið fyrir keppnina. Mér var falið að semja námsefni og að kenna á búðunum en þegar skráningar fyrir búðirnar fóru fram úr öllum vonum varð okkur ljóst að við þyrftum að framkvæma margfalt víðameiri undibúning en upprunalega stóð til. Við tókum við rúmlega 90 nemendum úr skólum víðsvegar á landinu alveg frá öðrum upp í tíunda bekk. Við þurftum að sérsníða kennsluefnið að miklu breiðari aldurshóp en ég hafði upprunalega ætlað og ég þurfti að þjálfa upp sex kennara og finna tvo aðstoðarmenn fyrir hvern þeirra. Kennslan gekk síðan líka fram úr öllum vonum og vorum við beðin um að koma í Háskólan á Akureyri og halda sömu námsbúðir þar fyrir nemendur sem komust ekki til okkar þaðan. Nokkru eftir það buðum við síðan upp á námskeið fyrir kennara sem höfðu áhuga á að læra forritun.
2015/08/17 - 2016/02/22
K2, Tækni og Vísindaleiðin
Vefforritari og hýsingaraðili
Haustið 2016 keyrði Tækniskólinn í gang nýja námsleið sem er kölluð K2. Þegar setja átti í loftið heimasíðu fyrir námsleiðina hafði markaðsstjóri Tækiskólans samband við mig og spurði hvort ég vildi taka hönnun heimasíðunnar að mér. Ég tók því glaður og hófst handa við að setja saman áhugaverða heimasíðu sem inniheldur allar viðeigandi upplýsingar á þægilegu formi á sama tíma og hún gleður augað og grípur athygli. Þegar vefurinn var tilbúinn sá ég síðan um að hýsa síðuna fyrir Tækniskólann í tæplega ár og sá einnig um viðhald á síðunni (www.k2.tskoli.is).
2016/02/09 - 2016/12/21
Free Software: For Your Freedom and Privacy
Skipuleggjandi
Upprunalega skipulagt á vegum forritunarklúbbsins en vegna seinkanna tók ég verkefnið í mínar eigin hendur. Ég skipulagði fyrirlestur með Richard Stallman í HR titlaðan "Free Software: For Your Freedom and Privacy". Ásamt því sá ég um auglýsingar og fjárveitingu fyrir fyrirlesturinn. Hýsti einnig Stallman í fjóra daga á meðan á heimsókn hans til landsins stóð.
2016/04/27 - 2017/09/01

Atvinna

Sláturfélag Suðurlands
Starfsmaður á færibandi
Sumarvinna mín seinustu tvö sumur grunnskólans fól í sér að pakka kjöti á vegum Sláturfélags Suðurlands. Þar lærði virði raunverulegar vinnu og hveru þreyttur maður getur virkilega orðið á að meðhöndla pylsur allan liðlangan daginn í þrjá mánuði. Ég vann einnig fyrir Sláturfélagið í fyrsta jólafríinu mínu en þá var ég í afgreiðslunni þar sem unnin er vinna sambærileg við lagerstörf.
2013/05/20 - 2015/01/05
Tölvutek
Sölufulltrúi
Ég sótti um vinnu hjá Tölvutek þegar ég var tiltölulega nýbyrjaður í Tækniskólanum vegna þess að mér vantaði vinnu með skólanum til þess að eiga efni á húsnæði og næringu. Tölvutek fannst mér henta einstaklega vel og þar fékk ég að þróa söluhæfileika sem ég hafði ekki haft áður og fékk að njóta mín í vinnu sem mér fannst mun skemmtilegri og "fullorðinslegri" en fyrri störf mín í unglingavinnunni og í Sláturfélaginu.
2015/03/04 - 2016/08/13
Kóder
Stjórnarformaður
Eftir mikla velgengni forritunarbúðanna var mér boðið vinnu hjá Kóder, frjálsum félagasamtökum sem skrifa og kenna námsefni fyrir krakka frá sex upp í sextán ára gamla. Fyrir Kóder hef ég skrifað námsefni og kennt á fjöldanum öllum af námskeiðum bæði úti á landi og á höfuðborgarsvæðinu. Núna í maí 2017 var ég kosinn stjórnarformaður félagsins og ég sé um að leiða stjórnina áfram í víðamiklum stækkunarframkvæmdum sem fela í sér meðal annars alþjóðlegt samstarf og skipulagningu sumarbúða fyrir sumarið 2018
2016/02/20 - Núna
Eldstó Art Café
Verktaki
Þarfagreindi viðskiptavininn og setti saman WordPress lausn sem hentaði þörfum þeirra. Kenndi viðskiptavininum að setja inn og breyta efni með WordPress viðmótinu og setti upp grunnstillingar vefsíðunnar (www.eldstó.is) í samvinnu með þeim. Ég sé enn í dag um hýsingu vefsins og viðhald.
2015/12/01 - 2016/04/21
Skotíþróttafélag Kópavogs
Verktaki
Tók að mér verktakavinnu fyrir Skotíþróttafélag Kópavogs. Komst að því hverskonar veflausn viðskiptavinurinn þurfti á að halda og forritaði CMS kerfi sérsniðið að þörfum viðskiptavinarins. (www.skotkop.is)
2016/06/01 - 2017/09/01
Fiskmarkaðurinn
Barþjónn
Eftir rúmlega eitt og hálft ár hjá Tölvutek fannst mér ég þurfa á tilbreytingu að halda, þannig ég ákvað að leita mér að nýju starfi í geira sem ég hafði ekki unnið við áður. Til þess að ná sem víðustu dreifingunni bjó ég til skriptu sem sótti um öll opin störf á alfred.is. Þannig fékk ég vinnu hjá Fiskmarkaðnum sem barþjónn og nýt mín við að blanda drykki þar um ókomna tíð.
2016/11/28 - 2017/05/06
Advania - Oracle hugbúnaðarlausnir
Hugbúnaðarsérfræðingur
Eftir útskrift mína úr Tækniskólanum var mér boðið sumarstarf í Oracle hugbúnaðarlausnum hjá Advania. Ég var ráðinn beint eftir útskrift en hóf ekki fullt starf fyrr en í maí. Hjá Advania vann ég aðallega við að búa til viðbætur fyrir reikningsbókhaldskerfi ríkisins í Apex.
2016/12/22 - Núna
Menntaskólinn á Tröllaskaga
Kennari í þemaviku
Í gegnum áfanga í HR (Upplýsinga- og samskiptatækni í skólakerfinu) fann ég atvinnuauglýsingu fyrir þemavikukennara í Menntaskólanum á Tröllaskaga. Vegna þess að mér fannst ég finna fyrir stöðnun og vegna þess að mér langaði að taka á mig nýjar og stærri áskoranir ákvað ég að sækja um þessa stöðu og mér til mikillar gleði (og undrunar) fékk ég hana. Mér var falið að kenna hóp krakka á Tröllaskaga tölvunarfræði með í gegnum verkefni sem unnið yrði í þemavikunni. Verkefnið sem varð fyrir valinu var Raspberry-Pi spilakassi byggður í Lack Ikea borði. Mér fannst verkefnið eiga að heita "Lack of Education" en ekki voru allir sammála þar.
2017/03/06 - 2017/03/10
Austurbæjarskóli
Dæmatímakennari
Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipisicing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua. Ut enim ad minim veniam, quis nostrud exercitation ullamco laboris nisi ut aliquip ex ea commodo consequat. Duis aute irure dolor in reprehenderit in voluptate velit esse cillum dolore eu fugiat nulla pariatur. Excepteur sint occaecat cupidatat non proident, sunt in culpa qui officia deserunt mollit anim id est laborum.
2017/03/06 - Núna

Menntun

Grunnskólinn á Hellu
Grunnskólapróf
Eins og með flestar grunnskólagöngur eru fyrstu sjö árin ekki í merkilegri kantinum, en eftir innblástur frá Simpsons þætti ákvað ég að sækjast af öllum mínum litla krafti að ljúka grunnskólagöngu minni með sem mestum hraða, það endaði með því að ég fékk að taka nokkra áfanga á tvöföldum hraða. Það gerði mér kleift að taka nokkra framhaldsskólaáfanga í tíunda bekk. Ég var einnig formaður nemendaráðsins í tíunda bekk en þar fékk ég að skipuleggja viðburði og stýra nemendaráðinu í þá átt sem mér fannst viðeigandi.
2004/08/18 - 2014/05/18
Tækniskólinn - Upplýsingatækniskólinn
Tölvubraut
Eftir fjöldan allan af tímum hjá námsráðgjöfum, skólakynningum og miklar vangaveltur um hvaða framhaldsskóla ég ætti að fara í, varð Tölvubraut Tækniskólans á endanum fyrir valinu. Ég er nú viss um að þetta er ein af bestu ákvörðunum sem ég hef nokkurntíman tekið, en vera mín þar hefur gert mér kleift að komast í tæri við fleiri skemmtileg verkefni en ég hafði nokkurntíman ímyndað mér og Tækniskólinn sjálfur hefur verið mun öflugri í að styðja við bak mitt en ég hafði átt von á.
2014/08/18 - 2016/12/21
Háskólinn í Reykjavík
Tölvunarfræðideild
Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipisicing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua. Ut enim ad minim veniam, quis nostrud exercitation ullamco laboris nisi ut aliquip ex ea commodo consequat. Duis aute irure dolor in reprehenderit in voluptate velit esse cillum dolore eu fugiat nulla pariatur. Excepteur sint occaecat cupidatat non proident, sunt in culpa qui officia deserunt mollit anim id est laborum.
2017/01/09 - 2017/05/12
Háskóli Íslands
Viðskiptafræðideild
Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipisicing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua. Ut enim ad minim veniam, quis nostrud exercitation ullamco laboris nisi ut aliquip ex ea commodo consequat. Duis aute irure dolor in reprehenderit in voluptate velit esse cillum dolore eu fugiat nulla pariatur. Excepteur sint occaecat cupidatat non proident, sunt in culpa qui officia deserunt mollit anim id est laborum.
2017/01/09 - 2017/05/12

Hefurðu áhuga? Hóaðu.

Það ef alltaf hægt að ná í mig með því að hringja í (+354) 663 1806

Ef þú ert hefðbundnari, er tölvupóstfangið mitt hi@eythormani.com

PGP lykilinn minn má finna hérna.

Ef þér finnst erindið krefjast handskrifaðs pósts (eða TCP yfir bréfdúfu) er heimilisfangið mitt Rjúpnahæð 8 (neðri hæð), 210 Garðabæ

Einnig er hægt áð ná í mig á Facebook og öðrum félagsmiðlum sem @eythormani